Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla lýsir eftir tjónvaldi
Fimmtudagur 20. júlí 2006 kl. 15:46

Lögregla lýsir eftir tjónvaldi

Lögreglan í Keflavík óskar eftir upplýsingum varðandi atvik sem átti sér stað mánudaginn 3. júlí klukkan 14:30. Þá var grænblárri vörubifreið, með malarfarm, ekið austur Reykjanesbraut skammt vestan við álverið. Mun hluti af farminum hafa fallið af palli vörubifreiðarinnar og á fólksbifreið sem ekið var í vestur. Töluvert af möl var svo á akbraut Reykjanesbrautar þannig að nokkuð steinkast varð þegar öðrum bifreiðum var ekið yfir. Við það steinkast skemmdust þrjár aðrar bifreiðar. Bifreiðarnar urðu fyrir töluverðum lakkskemmdum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið, t.d. skráningarnúmer vörubifreiðarnar skulu hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024