Laugardagur 24. febrúar 2007 kl. 09:11
Lögregla lýsir eftir stolinni bifreið
Í gærmorgun var bifreið stolið frá Fífumóa í Njarðvík. Um er að ræða Mitsubishi Lancer fólksbifreið, árgerð 1994, dökkrauð að lit. Skráningarnúmer hennar er XL-502. Þeir sem geta veitt upplýsingar um afdrif bifreiðarinnar er bent á að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.