Lögregla leitar ökumanns
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöld tilkynning um að ekið hefði verið á pilt á torfæruhjóli með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og slasaðist. Ökumaðurinn skeytti ekki um afdrif piltsins, að sögn hans, en ók af vettvangi.
Atvikið átti sér stað klukkan 18:25 í gær. Pilturinn, sem er um tvítugt var á hjóli sínu á hafnarsvæðinu í Keflavík þegar atvikið átti sér stað. Í beygju mætti hann svarti jeppabifreið, sem ók á afturhjól hjólsins og við það datt hann af því. Ungi maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og þaðan á Landspítalann til frekari skoðunar.
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af ökumanni umræddrar bifreiðar, svo og þeim sem kynnu að hafa orðið vitni að atvikinu.