Lögregla leitar innbrotsþjófa
Brotist var inn í Aðalsjoppuna við Tjarnargötu í Vogunum um klukkan eitt í nótt. Þaðan var stolið um 20 kartonum af Winston sígarettum. Í öryggismyndavél Aðalsjoppunar sást til tveggja ungra manna við verknaðinn. Báðir voru klæddir í dökkar hettupeysur, önnur með áberandi netamynstri. Báðir voru í bláum gallabuxum og annar í hvítum strigaskóm. Er þeirra nú leitað og biður lögreglan alla sem gætu gefið upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.