Lögregla leitar að stolnu hjólhýsi
Hjólhýsið sem sést á myndinni var stolið frá athafnasvæðinu við gömlu bæjarskrifstofu Njarðvíkur í Reykjanesbæ einhverntíma á tímabilinu 15. til 18. júní sl.Hjólhýsið er af gerðinni Musterland 380 og er með skráninganúmerið RB-063. Hjólhýsið er hvítt að lit með ljósgrænum röndum. Framan á hjólhýsinu er kassi fyrir gaskút og er hann brotinn.
Þeir sem verða varir við hjólhýsið eru vinsamlegast beðnir um að láta Lögregluna á Suðurnesjum vita í síma 420-1800.






