Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregla kölluð út vegna hávaða í heimahúsi
Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 12:52

Lögregla kölluð út vegna hávaða í heimahúsi

Lögregla þurfti að hafa afskipti af samkvæmisgestum í fjölbýlishúsi í Keflavík í nótt þar sem mikill hávaði raskaði ró nágranna.
Þá var áfengi tekið af þremur ungmennum sem höfðu ekki aldur til að neyta eða höndla með slíkt.

Í gærdag handtók lögregla ölvaðan og æstan mann í Keflavík. Fékk hann gistingu í fangaklefa þar sem hann svaf úr sér áfengisvímuna.

Lögregla var einnig kölluð til í Bláa lónið en þar hafði maður skorist á hendi. Hafði hann klemmt hendi í æfingartæki í líkamsræktarstöðinni sem þar er.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024