Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögregla kölluð til vegna fargjaldadeilu
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 13:47

Lögregla kölluð til vegna fargjaldadeilu


Til svo djúpstæðs ágreinings um fargjald kom milli leigubílstjóra og tveggja farþega í Reykjanesbæ að lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til. Fram kom, að leigubílstjórinn hafði sagst  mundu taka 7.000 krónur fyrir tiltekinn túr. Síðan sagðist hann hafa mismælt sig, því gjaldið yrði ekki ofangreind upphæð heldur 10.000.

Þegar komið var á ákvörðunarstað krafði hann svo farþegana um 12.500 krónur samkvæmt gjaldmælinum. Farþegarnir buðu þá 10.000 sem bílstjórinn tók og vildi að þeir borguðu sér 2.500 til viðbótar. Þá brugðust þeir illa við og endurkröfðu hann um 3.000 krónur, þannig að fargjaldið yrði 7.000 eins og upphaflega hefði verið samið um.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla benti viðkomandi á að yrðu eftirmál af þessum flókna ágreiningi væri hægt að leggja fram kæru á næsta virka degi á næstu lögreglustöð.