Lögregla kölluð að unglingauppgjöri
Lögregla var kölluð að söluturni í Grindavík í gær þar sem hópur unglinga hafði safnast saman við sjoppuna við Víkurbraut í Grindavík og var urgur í þeim og talið að allt benti til slagsmála.
Þarna var kominn hópur unglinga úr öðru sveitarfélagi og segir í vefdagbók lögreglu að grunur leiki á að þeir hafi ætlað að gera upp einhverjar sakir við unglingana í Grindavík. Lögreglumenn fóru á tveimur bílum til Grindavíkur og tókst, með tiltali, að koma í veg fyrir að átök yrðu og leystist hópurinn smám saman upp.
Þarna var kominn hópur unglinga úr öðru sveitarfélagi og segir í vefdagbók lögreglu að grunur leiki á að þeir hafi ætlað að gera upp einhverjar sakir við unglingana í Grindavík. Lögreglumenn fóru á tveimur bílum til Grindavíkur og tókst, með tiltali, að koma í veg fyrir að átök yrðu og leystist hópurinn smám saman upp.