Lögregla hefur afskipti af hjálmlausum börnum
Lögreglumenn höfðu í gærkvöldi afskipti af börnum sem hjóluðu án þess að vera með reiðhjólahjálma. Foreldrum þeirra verður sent bréf þar sem þeim er tilkynnt um afskiptin og að búið sé að lögleiða reiðhjólahjálma. Einnig var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík.
Þá var umferðaróhapp í Njarðvík er ökumaður ók á malarhrúgu sem var við vegarbrún. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni en hún þó ökufær.
Þá var umferðaróhapp í Njarðvík er ökumaður ók á malarhrúgu sem var við vegarbrún. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni en hún þó ökufær.