Logi Þormóðsson jarðsunginn

Logi Þormóðsson, ferskfisksútflytjandi var borinn til grafar í fyrradag frá Keflavíkurkirkju. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur jarðsöng og söngsveitin Kóngarnir ásamt systrunum Sólborgu og Sigríði og föður þeirra Guðbrandi Einarssyni sungu við útförina. Nokkrir af bestu vinum Loga báru kistu hans. Fjölmennt var við útförina.