LÖGGUFRÉTTIR
Skemmdarverk á bifreiðumSkemmdarverk voru unnin á bifreiðum við verkstæði í Njarðvík í síðustu viku. Allar rúður voru brotnar í einni bifreið ásamt ljósum. Þá voru ljós og speglar brotnir á tveimur öðrum bílum við verkstæðið. Rannsóknardeild vinnur að rannsókn málsins. Nýverið voru svipuð skemmdarverk unnin við annar verkstæði í Narðvík, þar sem rúður voru brotnar og önnur skemmdarverk unnin á bifreið."Jólabruni" síðsumars!Eldur kom upp í kertaskreytingu í íbúð við Faxabraut í Keflavík um helgina. Ekki varð teljandi tjón, en reykræsta þurfti íbúðina. Brunar sem þessir eru algengari í tengslum við jólin og því aldrei of varlega farið.Bílrúðubrjótur á ferð um bærinnFjölmargir bíleigendur hafa tilkynnt um eignaspjöll til lögreglunnar síðustu daga. Þannig hefur skemmdarvargur lagt leið sína um bæinn aðfaranótt sl. laugardags og brotið rúður í bílum við Lyngholt, Skólaveg og Suðurgötu. Við Skólaveginn urðu þrír bílar fyrir barðinu á rúðubrjótnum en einn við Lyngholtið og annar á Suðurgötunni. Ekki er vitað hver þarna var á ferð og óskar lögreglan eftir upplýsingum um málið.