LÖGGUFRÉTTIR
Óskoðuð bifreiðin heimilinu dýrLögreglan í Keflavík leit eftir ástandi bifreiða Suðurnesjamanna í síðustu viku. Það er eigendum bifreiða dýrt að fá aðvörunarmiða frá lögreglunni. Vanræksla á aðalskoðun kostar 8 þúsund og er vanræksla á endurskoðun hálfdrættingur þess. Tuttugu og þrír höfðu vanrækt aðalskoðunarskylduna og 14 endurskoðun, samtals útgjöld að upphæð kr. 240 þúsund. Stefnir í 100 ölvunarakstra 1999Fjórir ökumenn voru í síðustu viku kærðir vegna meintrar ölvunar við akstur af lögreglunni í Keflavík. Virðast Suðurnesjamenn stefna að því að ná hefðbundinna þriggja stafa tölu í þessum efnum á árinu.Tuttugu stykki í ratsjánaTuttugu ökumenn lentu í klóm lögreglumanna vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Föstudagskvöldið 14. maí kl. 20:30 var rúmlega þrítugur ökumaður stöðvaður á 115 km/klst hraða á Reykjanesbraut við Vogastapa. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist kauði lykta af áfengi og var í kjölfariði kærður fyrir meintan ölvunarakstur.