Löggan stöðvaði mótorhjólakappa á leið í Sandvík
Um miðjan dag höfðu lögreglumenn afskipti af fimm aðilum sem ætluðu að fara að aka torfæruhjólum í Sandvík. Allur akstur torfæruhjóla er bannaður í Sandvík. Þar er hins vegar búist við að stórmynd frá henni Hollywood verði sviðsett í sumar, þegar Clint Eastwood og Steven Spielberg mæta ásamt 450 manna starfsliði um mitt sumar, náist samningar.
Myndin: Sandvík á Reykjanesi er friðsæl og falleg og má ekki við því að vera spóluð upp af torfæruhjólum.