Löggan reddar fé í ríkiskassann
Laganna verðir tryggja ríkiskassanum auknar tekjur dag hvern með því einu að stöðva þá sem aka of hratt. Á dagvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Mældur hraði var 116 km og 125 km á vegarkafla þar sem leyfður hraði er 90 km. Þetta gera því ófá þúsundkalla í kassann en daglega fáum við fréttir af ökumönnum sem aka of greitt og þurfa að sjá á eftir nokkrum fjólubláum í ríkissjóð vegna þess.