Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Löggan leitar að kúkalöbbum og skemmdarvörgum
Mánudagur 27. ágúst 2018 kl. 09:32

Löggan leitar að kúkalöbbum og skemmdarvörgum

Lögreglan á Suðurnesjum er með til rannsóknar mál sem varðar eignaspjöll á æfingasvæðum Keflavíkur og Njarðvíkur við Afreksbraut í Reyjanesbæ. Þar voru rúður brotnar, salerni og vaskar stífluð, veggir spreyjaðir og skemmdarvargarnir gengu það langt að þeir gerðu stykkin sín á gólfið í aðstöðu félaganna. 
 
„Við ákváðum að birta ljósmyndir af þessum skemmdarverkum og biðjum ykkur sérstaklega að skoða myndirnar þar sem búið er að spreyja á veggina og athuga hvort að þið þekkið eitthvað til þessara verka,“ segir á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum. 

 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024