Fréttir

Sunnudagur 10. febrúar 2002 kl. 23:01

Löggan lækkaði í hljómtækjum

Þau eru margvísleg verkefnin sem laganna verðir fást við. Flestir sem búa í fjölbýlishúsum kannast við reglur um hávaða. Um helgar gildir oft að menn skulu hafa hljótt eftir kl. ellefu á kvöldin og skulu ekki opna á sér þverrifuna fyrr en í fysta lagi kl. tíu daginn eftir.Það stendur hins vegar hverrgi hversu hátt má hafa eftir kl. 10 að morgni og því fengu lögreglumenn í Keflavík að kynnast í dag þegar þeir voru kallaðir að húsi einu í hádeginu. Þar var tónlistin í „botni“ og þurftu lögreglumenn að lækka talsvert í græjunum svo ástandið í hverfinu yrði viðunandi.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25