Löggan brúkaði klippur, boðunarmiða og gíróseðla grimmt í dag
Á dagvaktinni voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Tveir þeirra voru stöðvaðir á Grindavíkurvegi og einn á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn, einn fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað og einn fyrir stöðvunarskyldubrot.
Eigendur átta ökutækja voru boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar þar sem þeir höfðu ekki sinnt því að fara með þær til endurskoðunar á réttum tíma. Skráningarnúmer var tekið af einu ökutæki þar sem eigandi hafði ekki sinnt því að fara með bifreiðina í skoðun eftir að lögreglan hafði boðað hann í skoðun.
Eigendur átta ökutækja voru boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar þar sem þeir höfðu ekki sinnt því að fara með þær til endurskoðunar á réttum tíma. Skráningarnúmer var tekið af einu ökutæki þar sem eigandi hafði ekki sinnt því að fara með bifreiðina í skoðun eftir að lögreglan hafði boðað hann í skoðun.