Löggan bjargar tug katta úr svelti og innilokun
				
				Lögreglan í Keflavík hefur fengið úrskurð yfirdýralæknis  að fjarlægja um tug katta sem hafa verið innilokaðir á heimili í Gridavík í vikutíma án matar.Samkvæmt upplýsingum vf.is munu aðstæður kattanna vera ömurlegar. Net eru fyrir gluggum svo þeir komast ekki út úr húsinu. Þá hafa þeir gert þarfir sínar inni í íbúðinni.Varðstjóri hjá lögreglunni staðfesti að úrskuðrur yfirdýralæknis væri kominn en beðið væri eftir því að einhver svari í símann hjá Kattholti í Reykjavík þar sem kettirnir verða vistaðir.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				