Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. október 2001 kl. 09:59

Löggæslumál í brennidepli

Tvær ályktanir um löggæslumál voru lagðar fram fyrir aðalfund SSS. Upphafsmaður fyrri tillögunnar Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerðahreppi dró ályktun sína til baka þegar hin seinni var lögð fram. Í tilllögunni var talað um niðurskurð sem hefur leitt til þess að fækkað hefur um nokkur stöðugildi hjá lögreglunni í Keflavík. Kristján Pálsson, alþingismaður taldi ályktunina fela í sér getgátur um niðurskurð þar sem engar sannanir fyrir því lægu fyrir fundinum. Ákveðið var að breyta ályktuninni þannir að mótmælt væri fækkun stöðugilda. Hörður Guðbrandsson, bæjarfulltrúi í Grindavík lýsti yfir stuðningi við tillöguna. „Löggæsla í Grindavík er langt frá því í góðum málum“, sagði Hörður. „Þegar samningur við sýslumann var undirritaður fyrir nokkrum árum þegar lögreglustöðin í Grindavík var lögð niður var okkur lofað góðri þjónustu en svo er ekki. Grendargæsla er enginn, menntaðir löggæslumenn hverfa og við fáum ómenntaða í staðinn.“ Ólafur Thordersen tók undir með Jóhönnu Norðdal, upphafsmanni ályktunarinnar, um niðurskurð innan lögreglunnar. „Lögreglumenn eru stundum 5 á vakt, einn lögreglubíll á að vera í Vogum og Grindavík og þá eru 3 lögreglumenn eftir. Ef einn aðili er settur í fangaklefa, verða tveir lögreglumenn að vera eftir á stöðinni og sá sem er eftir getur ekki farið út í Garð og Sandgerði.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024