Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Löggæsla: Grindvíkingar hafa áhyggjur
Fimmtudagur 13. mars 2008 kl. 14:24

Löggæsla: Grindvíkingar hafa áhyggjur

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur sent Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, bókun um löggæslumál í Grindavík og á Suðurnesjum sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær, 12. mars. Þar var bókað:

„Bæjarstjórn Grindavíkur hefur miklar áhyggjur af stöðu löggæslumála í Grindavík og á Suðurnesjum og skorar á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að tryggja fjárframlög til löggæslu á svæðinu. Þannig megi tryggja að fjöldi lögreglumanna verði að minnsta kosti sá sami og var við sameiningu lögregluembættanna þann 1. janúar 2007.
Það er algjörlega óásættanlegt að lögreglumönnum hafi fækkað um allt að 20 frá sameiningu embættanna.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024