Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fingralangur í verslun í Njarðvík
Föstudagur 12. júní 2020 kl. 10:53

Fingralangur í verslun í Njarðvík

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um þjófnað úr verslun í Njarðvík. Hinn fingralangi aðili var enn í versluninni þegar lögreglumenn komu á vettvang. Hafði viðkomandi hnuplað nokkrum hlutum, þar á meðal barnapúðri og barnaolíu, og viðurkenndi verknaðinn við gerð vettvangsskýrslu.

Þá var í vikunni tilkynnt um innbrot í bílskúr. Sá sem þar var að verki braut rúðu til að komast inn en hafði aðeins lítilræði af peningum upp úr krafsinu.

Vinnuslys var tilkynnt til lögreglu. Maður sem var við málningavinnu féll úr stiga  niður á gólf og tognaði illa í fallinu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024