Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning
Aukafundur var í bæjarráði Grindavíkur í dag vegna kaupa Reykjanesbæjar á landi við Svartsengi af HS Orku. Bæjarráð samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða:
„Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni og ráðgjöfum bæjarins að fara yfir kaupsamning þann sem barst bæjaryfirvöldum í dag eftir stjórnarfund HS Orku varðandi kaup á 63 ha landsvæði ásamt auðlindum við Svartsengi. Bæjarráð óskar jafnframt eftir fundi með forsvarsmönnum HS Orku til viðræðna um málið.“
(Mynd af vefsvæði Grindavíkurbæjar).