Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögbann sett á mótmæli í Njarðvíkurhöfn
Miðvikudagur 23. október 2002 kl. 10:48

Lögbann sett á mótmæli í Njarðvíkurhöfn

Lögbann hefur verið sett á mótmælaaðgerðir sjómanna, sem stöðvuðu losun úr leiguskipi á vegum Atlantsskipa, að kröfu útgerðarinnar, samkvæmt fréttum Rúv. Þrjátíu menn úr Skipstjóra- og stýrimannafélagi Íslands, Sjómanna- og verkalýðsfélagi Keflavíkur, Vélstjórafélaginu og Sjómannafélagi Reykjavíkur stöðvuðu losun úr Bremen Úranus.Ástæðan er sú að skipverjar eru flestir Rússar og telja forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að þeir fái greitt langt undir íslenskum töxtum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024