Lögbann sett á mótmæli í Njarðvíkurhöfn
Lögbann hefur verið sett á mótmælaaðgerðir sjómanna, sem stöðvuðu losun úr leiguskipi á vegum Atlantsskipa, að kröfu útgerðarinnar, samkvæmt fréttum Rúv. Þrjátíu menn úr Skipstjóra- og stýrimannafélagi Íslands, Sjómanna- og verkalýðsfélagi Keflavíkur, Vélstjórafélaginu og Sjómannafélagi Reykjavíkur stöðvuðu losun úr Bremen Úranus.Ástæðan er sú að skipverjar eru flestir Rússar og telja forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að þeir fái greitt langt undir íslenskum töxtum.