Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. desember 2000 kl. 09:52

Logandi kertaskreytingar og árekstur

Engin alvarleg umferðarslys áttu sér stað í síðustu viku en samt sem áður var nóg að gera hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja.
Þeir fóru í 30 sjúkraflutninga, sem er með því mesta sem gerist og þrjú brunaútköll, þar af voru tveir minniháttar eldar.
Mikið er um að eldur kvikni út frá kertaskreytingum en þrjú slík tilfelli áttu sér stað í vikunni. Íbúar við Garðaveg í Keflavík lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að kertaskreytingin þeirra stóð allt í einu í ljósum logum svo kalla varð á slökkviliðið. Eldurinn var ekki mikill en nauðsynlegt var að reykræsta íbúðina og sót var um alla íbúð, sem er nú ekki það skemmtilegasta svona rétt fyrir jólin.
Starfsfólk í Heiðarskóla og Lyngseli í Sandgerði stóð í stórræðum í vikunni þegar kveiknaði í skreytingum hjá þeim. Betur fór en á horfðist og má þar fyrst og fremst þakka réttum viðbrögðum starfsfólks og brunavörnum, sem voru í góðu lagi.
Fjögurra bíla árekstur varð á Sandgerðisheiði á aðfaranótt sunnudags. Einn bíllinn fór útaf, tveir rákust saman og sá fjórði ók aftan á. Til allrar hamingju urðu engin slys á fólki en því má þakka öryggisbeltanotkun og litlum ökuhraða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024