Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. mars 2002 kl. 11:05

Logandi flugeldur í þaki húss við Heiðarból

Nú í morgun var tilkynnt til lögreglunnar að eldur væru laus í einbýlishúsi við Heiðarból. Lögregla og slökkvilið var kallað á staðinn og kom þá í ljós að logandi flugeldur hafði lent á þaki hússins og málning á þakinu sviðnað undan hitanum. Engin tilkynning hafði borist lögreglunni um flugelda á lofti og því ekki vitað hvaðan hann kom. Skúli Jónsson hjá lögreglunni í Keflavík segir að ólíklegt sé að flugeldurinn hafi komið frá skipi, vegna þess að áttin sé þannig. Hann segir líklegast að pörupiltar hafi skotið honum á loft en slíkt er brot á lögum. Almenningur má aðeins skjóta upp flugeldum á gamlarskvöld og á þrettándanum, á öðrum tímum þarf að sækja um sérstakt leyfi frá sýslumanni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024