Logandi bílar
Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík var síðastliðin vika fremur róleg fyrir utan nokkur minniháttar slys um helgina, ölvunarakstur og smá pústra.
Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um eld í bíl á horni Hafnargötu og Aðalgötu aðfaranótt miðvikudagsins 11. apríl. Ekki er vitað um orsök eldsins en bíllinn er mikið skemmdur. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn og slökkti eldinn. Sama dag barst tilkynning um að maður hefði ekið á ljósastaur á Njarðarbraut á Fitjum. Maðurinn kenndi til í hálsi og baki og var fluttur á sjúkrahús en bíllinn var lítið skemmdur.
Á aðfaranótt fimmtudags var óskað eftir aðstoð í heimahús þar sem kona hafði dottið í stiga. Talið var að hún væri fótbrotin en svo reyndist ekki vera. Þá barst tilkynning um slagsmál vítt og breytt um bæinn þetta kvöld.
Bíll valt við Grindavíkurveg sl. fimmtudag en engin slys urðu á fólki. Helgin var mjög róleg að sögn Karls en á aðfaranótt bárust fjögur útköll þar sem lögregla var kölluð til vegna heimiliserja. Á aðfaranótt páskadags barst tilkynning um slagsmál við Stapann og á mánudag barst tilkynning um eld í bílflaki við Grindavíkurafleggjara. Bílflakið brann til kaldra kola en slökkviliðið telur að um íkveikju hafi verið að ræða.
Lögreglan tók 24 fyrir of hraðann akstur í vikunni sem leið, þar af var einn tekinn á149 km/klst á Reykjanesbraut og annar á 117 km/klst þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Átta umferðaróhöpp urðu á þessum tíma, öll smávægileg.
Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um eld í bíl á horni Hafnargötu og Aðalgötu aðfaranótt miðvikudagsins 11. apríl. Ekki er vitað um orsök eldsins en bíllinn er mikið skemmdur. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn og slökkti eldinn. Sama dag barst tilkynning um að maður hefði ekið á ljósastaur á Njarðarbraut á Fitjum. Maðurinn kenndi til í hálsi og baki og var fluttur á sjúkrahús en bíllinn var lítið skemmdur.
Á aðfaranótt fimmtudags var óskað eftir aðstoð í heimahús þar sem kona hafði dottið í stiga. Talið var að hún væri fótbrotin en svo reyndist ekki vera. Þá barst tilkynning um slagsmál vítt og breytt um bæinn þetta kvöld.
Bíll valt við Grindavíkurveg sl. fimmtudag en engin slys urðu á fólki. Helgin var mjög róleg að sögn Karls en á aðfaranótt bárust fjögur útköll þar sem lögregla var kölluð til vegna heimiliserja. Á aðfaranótt páskadags barst tilkynning um slagsmál við Stapann og á mánudag barst tilkynning um eld í bílflaki við Grindavíkurafleggjara. Bílflakið brann til kaldra kola en slökkviliðið telur að um íkveikju hafi verið að ræða.
Lögreglan tók 24 fyrir of hraðann akstur í vikunni sem leið, þar af var einn tekinn á149 km/klst á Reykjanesbraut og annar á 117 km/klst þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Átta umferðaróhöpp urðu á þessum tíma, öll smávægileg.