Lög úr revíum Ómars í Stapanum í kvöld
Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Stapa til stuðnings og heiðurs Ómari Jóhannssyni, revíu- og leikritahöfundi með meiru. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Miðasala hefst kl. 19:30 í Stapa.
Dagskrá tónleikanna verður eftirfarandi:
* Flutt verða nokkur lög úr revíum Ómars
* Rúnar Júlíusson - trúbador
* Rúnar og Mæja Baldurs - söngur
* Gálan - trúbador
* Breiðbandið - hljómsveit
* Víkingarnir - söngsveit
* Kjartan Már - fiðluleikur
Aðgangseyrir á tónleikana verður að lágmarki 1000 krónur, en að öðru leiti verður aðgangseyrir frjáls. Aðstandendur tónleikanna hvetja fólk til að mæta, bæði þá sem þekkja Ómar en einnig hina sem þekkja verkin hans og hafa haft skemmtan af.
Styrktarreikningur í Sparisjóðnum
Fyrir þá sem komast ekki á styrktartónleikana í Stapanum sem haldnir verða í kvöld til styrktar Ómari er bent á reikning sem stofnaður hefur verið í Sparisjóðnum í Keflavík: 1109-05-409040
Myndin: Ómar með afabarni sínu og nafna, Ómari Inga 6 mánaða.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.