Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll lokað
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 09:58

Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll lokað

Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll hefur verið lokað tímabundið fyrir blindflugsumferð vegna spár um gjóskudreifingu í dag, föstudaginn 23. apríl.


Gjóskan nær þó ekki norður á land og verða flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum sem einnig eru alþjóðaflugvellir opnir allri flugumferð. Flugfélögin hyggjast fljúga farþegum til og frá Íslandi í gegnum Akureyri á meðan ástand þetta varir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með komu- og brottfarartímum flugvéla sinna á vefsíðum flugfélaganna þar sem breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.


Þetta verður í fyrsta skiptið sem loftrýmið í kringum þessa tvo stærstu alþjóðaflugvelli landsins lokast frá því að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi 21. mars sl.