Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lóðum undir 39 íbúðir skilað
Mánudagur 13. október 2008 kl. 10:59

Lóðum undir 39 íbúðir skilað

Frá 1. september s.l hefur verið úthlutað lóðum undir 20 íbúðir og einbýlishús í Reykjanesbæ. Á sama tíma hefur lóðum undir 39 íbúðir verið skilað. Á síðasta ári var úthlutað byggingarleyfum fyrir 403 nýjar íbúðir og 113 það sem af er þessu ári.

Það sem greinilega heldur í horfinu varðandi lóðamál í Reykjanesbæ er að atvinnuuppbygging er á fullri ferð, með álver og Internet-gagnaver í forgrunni. Að auki hafa lóðir fengist á mjög hagstæðu verði undanfarið ár og lóðarhafar sjá meiri hag í að halda lóðum en skila þeim inn þótt tafir verði á framkvæmdum, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað stöðugt og eru þeir nú 14.250.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024