Loðnuvinnsla komin á fullt í Helguvík
Fyrsti loðnufarmurinn sem berst á land þennan veturinn í Helguvík kom eldsnemma í morgun. Um var að ræða 1200 tonn af átlausri og fallegri hrygnu sem öll fer í frystingu.
Loðnan veiðist nú suður með landi og er á fullri ferð vestur. Hrognafylling er 13 – 15% sem er ákjósanlegt fyrir frystinu á Japansmarkað. Vinnsluaðilar leggja nú kapp á að vinna loðnuaflann til manneldis og auka þannig verðmæti hins takmarkaða kvóta. Verð á afurðum er í hámarki og mikil eftirspurn á öllum mörkuðum þannig að það var létt yfir mönnum í Helguvík í morgun.
Mynd: Frá vinnslustöðinni í Helguvík í morgun. VF-mynd: elg
Loðnan veiðist nú suður með landi og er á fullri ferð vestur. Hrognafylling er 13 – 15% sem er ákjósanlegt fyrir frystinu á Japansmarkað. Vinnsluaðilar leggja nú kapp á að vinna loðnuaflann til manneldis og auka þannig verðmæti hins takmarkaða kvóta. Verð á afurðum er í hámarki og mikil eftirspurn á öllum mörkuðum þannig að það var létt yfir mönnum í Helguvík í morgun.
Mynd: Frá vinnslustöðinni í Helguvík í morgun. VF-mynd: elg