Loðnuvertíðin hafin í Helguvík
Loðnuvertíðin hófst í Helguvík í gærkvöldi þegar bátarnir Börkur NK og Beitir NK lönduðu þar og var Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Helguvík sett í gang. Í nótt kom svo Vilhelm Þorsteinsson EA einnig með loðnu. Börkur landaði 300 tonnum af loðnu í nótt og Beitir og Vilhelm sitthvorum 1.200 tonnunum. Loðnuvertíðin er mjög stutt og því mjög mikið kapp hjá sjómönnum að fiska á meðan loðnan er hér við land.
„Loðnuvertíðin er mjög stutt og aðeins hægt að veiða hana núna en loðnan gengur upp á grunnið hér við land og hrygnir voðalega oft í Faxaflóa og við jökulinn,“ sagði Þorsteinn Erlingsson, loðnuverkandi. „Hrognin eru gullið í loðnunni og því mikilvægt að nýta tímann sem loðnan er hér við land.“
Best er að veiða loðnuna þegar hún er sem elst því þá fást bestu hrognin. Þorsteinn sagði einnig að menn væru frekar kvótalitlir og sumir væru bara búnir með kvótan. „Það er mjög slæmt að vera kvótalítill yfir loðnuvertíð en það er alltaf verið að skerða hann. Margir eru að kaupa kvóta og leigja en sumir eru bara búnir og geta því ekki nýtt vertíðina til fulls,“ bætti Þorsteinn við.
Vilhelm Þorsteinsson EA kom í nótt með 1.200 tonn af loðnu.