Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loðnuvertíðin að bregðast?
Miðvikudagur 20. febrúar 2008 kl. 09:41

Loðnuvertíðin að bregðast?

Allt bendir til þess að engin loðna verði unnin á Suðurnesjum þetta árið. Hafrannsóknarskipin finna engar nýjar göngur og líklegt má telja að síðar í dag verði tekin ákvörðun um að stöðva veiðar svo ekki verði gengið of nærri stofninum, sem virðist vera í mikilli lægð.


Íslensku loðnuskipin eru aðeins búin að veiða rösklega 30 þúsund tonn frá áramótum, en í venjulegu árferði veiðast um það bil 700 þúsund tonn á vertíðinni. Engu að síður var ágætis veiði í nótt austan við Ingólfshöfða og eru nokkur skip á leið til lands með afla til frystingar.


Brúnin lyftist á mönnum eftir áramótin í fyrra þegar loðna barst til vinnslu í Helguvík og Grindavík eftir dapra loðnuvertíð árið á undan. Nú virðist hún ætla að bregðast enn og aftur.
Í fyrra voru unnin tæp 39 þúsund tonn af loðnu á Suðurnesjum og hátt í 2,300 tonn af loðnuhrognum.


Mynd: Loðnuvinnsla í Helguvík í fyrra. Nú er útlit fyrir að þar verði ekki sami atgangurinn í ár. VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024