Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Loðnuvertíð í Helguvík skapar tugi starfa
    Vilhelm Þorsteinsson EA í Helguvík síðdegis á þriðjudag. Nótin var tekin í land þar sem gera þurfti við stórt gat á henni. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Loðnuvertíð í Helguvík skapar tugi starfa
Föstudagur 27. febrúar 2015 kl. 09:01

Loðnuvertíð í Helguvík skapar tugi starfa

– búast við að hrognataka hefjist um helgina

Fiskimjölsverksmiðjan í Helguvík er komin í fulla keyrslu eftir að 4400 tonnum af loðnu var landað þar á þriðjudag og miðvikudag. Það voru loðnuskipin Polar Amaroq og Vilhelm Þorsteinsson EA sem bæði lönduðu fullfermi af loðnu til bræðslu. Það magn dugar verksmiðjunni í rúma þrjá sólarhringa en afkastagetan er um 1200 tonn á sólarhring.

Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri hjá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri ánægjulegt að verksmiðjan væri komin í gang. Hann á von á því að Helguvík verði vinsæll viðkomustaður loðnuskipa næstu daga, enda loðnuganga við Reykjanesskagann og því stutt til löndunar í Helguvík.

Aðspurður um hrognafyllingu þá svaraði Eggert því til að búast mætti við að hrognataka myndi hefjast um helgina.

Verksmiðja Síldarvinnslunnar í Helguvík skapar tugi starfa þegar unnið er að því að framleiða mjöl og lýsi. Þá fjölgar starfsmönnum enn meira þegar hrognatakan hefst.


Polar Amaroq í Helguvík á miðvikudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024