Loðnufrystingu lokið
Loðnufrysting hefur gengið nokkuð brösulega að sögn Þorsteins Erlingssonar framkvæmdastjóra Saltvers en um 600 tonn af loðnu voru flokkuð í frystingu í Helguvík í síðustu viku. „Þegar frystingin hófst kom fimm daga bræla. Við fórum aftur að frysta og þá kom áta í loðnuna. í heila viku var því nánast ekkert hægt að gera“, segir Þorsteinn.
Nú er frystingu lokið en um 320 tonn voru fryst í Saltveri og fer sú loðna á Japansmarkað. Tvö önnur fyrirtæki á svæðinu hafa verið að frysta loðnu.
„Við erum byrjaðir að taka hrogn núna og tókum af þremur bátum sl. þriðjudag en hrognafyllingin er mjög góð. Búið að taka á móti 25,700 tonnum af loðnu sem fer í bræðslu hjá SR-mjöli en bræðslan hefur gengið mjög vel.
Nú er frystingu lokið en um 320 tonn voru fryst í Saltveri og fer sú loðna á Japansmarkað. Tvö önnur fyrirtæki á svæðinu hafa verið að frysta loðnu.
„Við erum byrjaðir að taka hrogn núna og tókum af þremur bátum sl. þriðjudag en hrognafyllingin er mjög góð. Búið að taka á móti 25,700 tonnum af loðnu sem fer í bræðslu hjá SR-mjöli en bræðslan hefur gengið mjög vel.