Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. febrúar 2002 kl. 10:11

Loðnufrysting hafin á Suðurnesjum

Ágætlega hefur gengið hjá línubátum sem landa í Grindavík en lítið hefur glæðst í net frá áramótum og veiði í net hefur vægast sagt verið mjög treg, að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra. Loðnan er á leið vestureftir og tvö skip lönduðu í Grindavík á síðasta sólahring. Áskell EA kom með um það bil 500 tonn og Oddeyrin EA með 300 til 400 tonn af loðnu. Ekki er hægt að fá nákvæmar tölur um aflann vegna bilunar í tölvukerfi Hafnarinnar. Frá áramótum hafa komið 35.000-36. 000 tonn af loðnu að landi í Grindavík og mestur hlutinn af því hefur farið í bræðslu en loðnufrystingin er rétt hafin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024