Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loðnufjör í Helguvík - hrognavinnsla að hefjast
Laugardagur 3. mars 2012 kl. 18:52

Loðnufjör í Helguvík - hrognavinnsla að hefjast

Hrognavinnsla er að hefjast í flokkunarstöðinni í Helguvík en hrognafylling er nú orðin mjög góð. Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel en þó hefur veður haft áhrif á þær að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag kom Beitir NK með smá slatta af loðnu eftir að nótin hafði rifnað í vondu veðri. Unnið var að viðgerð nótarinnar nú síðdegis. Von var á loðnuskipinu Eriku í kvöld með mikið af loðnu sem á að fara í hrognavinnslu. Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður í Saltveri brosti í kampinn en fyrirtæki hans hefur í áraraðir unnið loðnu til frystingar en í flokkunarstöðinni í Helguvík fer hrognavinnslan fram.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Helguvík í dag.

Þorsteinn Erlingsson var brosmildur í Helguvík í dag en hávertíð loðnu í gangi.

Nótin í gríðarlega stórum og öflugum Beiti. Hér er unnið við viðgerð í Helguvík í dag.

Strákarnir í flokkunarstöðinni voru að gera körin klár fyrir hrognatökuna sem er að hefjast. VF-myndir/pket.

-