Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lóðir til sölu á nýjum uppboðsvef
Föstudagur 14. júlí 2006 kl. 14:18

Lóðir til sölu á nýjum uppboðsvef

Lóðir í fyrirhugaðri byggð á Nikel-svæðinu eru boðnar til sölu á uppboðsvef Miðlands ehf, sem í gærkvöld stóð fyrir kynningu á deiliskipulagi svæðisins.
Þetta fyrirkomulag heyrir til nýmæla en ekki er vitað til þess að lóðasala hafi farið fram með þessum hætti áður. Fyrirmynd vefsins er sótt til hins vinsæla uppboðsvefs, Ebay.

Vefsíða Miðlands www.midland.is, var formlega opnuð á kynningunni í gær. Þar getur fólk, sem skráir sig á vefinn, séð hvaða lóðir eru í boði hverju sinni, fengið nánari upplýsingar um þær og gert tilboð. Grunnverð allra lóða er 3,5 milljónir, þ.e. engin lóð er seld fyrir minni fjárhæð. Á vefsíðunni er hægt að skoða deiliskipulagið nánar. Vefurinn er einnig hugsaður sem tæki til að halda utan um lóðasöluna á Nikel- svæðinu þannig að þeir sem annast söluna vinna í gegnum kerfið á vefsíðunni.

Guðlaug Erna Jónsdóttir, hönnuður deiliskipulagsins, segir að lögð hafi verið áhersla á jafna blöndun húsagerða á svæðinu. Um lágreista byggð sé að ræða þar sem hæstu húsin séu ekki meira en þrjár hæðir. Þá hafi verið lögð áhersla á góðar gönguleiðir sem tengjast þeim sem fyrir eru í önnur hverfi bæjarins og útivistarsvæði.
Lögð er áhersla á að hverfið verði fallegt og vistlegt og verða t.d. allar götur hellulagðar. 

28 einbýlishúsalóðir eru boðnar til sölu í fyrsta áfanga en áætlanir gera ráð fyrir að hverfið byggist upp í þremur áföngum.

Mynd: Elías Georgsson, annar eiganda Miðlands, kynnti nýja uppboðsvefinn í gærkvöldi.

 

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024