Ljúft líf hjá Keflavíkurlögreglunni
Lífið hjá lögreglunni í Keflavík hefur verið ljúft síðustu daga. Rólegt hefur verið á vaktinni og engin sérstök tíðindi. Þetta eru a.m.k. þær upplýsingar sem fjölmiðlar fá þegar hringt er í upplýsingasíma lögreglunnar, en lögreglan les inn upplýsingar fyrir blaða- og fréttamenn tvisvar á sólarhring.Engar fréttir hefur verið að hafa af vettvangi Keflavíkurlögreglunnar síðustu vikuna þó svo upplýsingasíminn hafi verið uppfærður tvisvar á sólarhring með setningunni: "Rólegt hefur verið á vaktinni og engin sérstök tíðindi".