Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljúf stemning á Ljósanótt
Laugardagur 1. september 2012 kl. 12:13

Ljúf stemning á Ljósanótt

Ljúf stemning var á meðal gesta Ljósanætur í gærkvöldi. Án efa átti kraftmikil kjötsúpan frá Skólamat, sem yljaði á milli þrjú og fjögurþúsund manns, sinn þátt í því að fylla gesti af notalegheitum sem flæddu í rólegheitum um Hafnargötuna  og  hátíðarsvæðið og gengu á milli þeirra tuga myndlistar- og handverkssýninga sem þar eru opnar.

Aðrir hlýddu á úrvalstónleika á aðalsviði við Ægisgötu þar sem fram komu nokkrar af vinsælli hljómsveitum landsins m.a. Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar sem slógu botninn í dagskrána með eftirminnilegri framgöngu.

Framundan er viðburðarríkur dagur í Reykjanesbæ. Hin einstaka Árgangaganga á Hafnargötu  hefst kl. 13:30 þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd og vonast er eftir metþátttöku í hana. Við tekur fjölbreytt dagskrá á hátíðarsvæði, sýningar, tónlistarviðburðir, Skessan býður í lummur, kraftakeppni, fornbíla- og bifhjólaakstur, leiktæki, veitingar og margt fleira. Dagskrá dagsins lýkur með einum stórtónleikunum til  þar sem fram koma Blár Ópal, Valdimar Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius í Ellý og Vilhjálmur Tribute, Nýdönsk og Retro Stefsons.

Hápunktur dagsins verður án efa þegar HS Orka býður gestum upp á  björtustu flugeldasýningu landsins og þegar síðasti flugeldurinn hefur brunnið upp eru ljósin kveikt á Berginu sem lýsaupp tilveruna á meðan skammdegið gengur í garð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024