Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljósmynduðu Reykjanesskagann í grenjandi rigningu
Þriðjudagur 19. ágúst 2008 kl. 16:58

Ljósmynduðu Reykjanesskagann í grenjandi rigningu



Þrír heimsþekktir ljósmyndarar hafa verið hér á landi síðustu vikur á vegum Focus on Nature, nýrri ljósmyndaakademíu sem stýrt er af Einari Erlendssyni í samstarfi við Keili á Vallarheiði. Ljósmyndararnir eru þeir John Paul Caponigro, Vincent Versace og Stephen Johnson, sem allir eru í hópi virtustu náttúru- og landslagsljósmyndara samtímans. Þeir dvelja á Vallarheiði í stuttan tíma ásamt nemendum sínum. Farið er í  myndatökuferðir á daginn og unnið að úrvinnslu þegar heim er komið á kvöldin.

Um helgina var farið um Reykjanesskagann og ljósmyndað í grenjandi rigningu en hinir erlendu gestir létu ekki íslenskt slagveður á sig á og heilluðst mjög af eldfjallalandslagi skagans sem var sveipað dulúð í rigningasuddanum.

Ljósmyndararnir þrír voru afar heillaðir af landinu og hafa ákveðið að koma aftur næsta sumar til að halda námskeið og fyrirlestra. Þá er einnig unnið að því að fá fleiri heimsþekkta ljósmyndara til að gera slíkt hið sama.

John Paul bloggar daglega á heimasíðu sinni um Íslandsdvölina, sjá hér:


VF-mynd/elg: Ljósmyndað í grenjandi rigningu í Krýsuvík. Einar Erlendsson reynir að skýla þeim Jim Graham og Vincent Versace með regnhlífinni. Jim þessi hefur m.a. verið tilnefndur til Pulitzer verðlauna fyrir fréttamyndir sínar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024