Ljósmyndir úr grindvísku sjómannslífi í nýrri bók
Komin er út bók sem lýsir fiskveiðum í norður Atlandshafi á hrífandi hátt frá sjónarhorni ljósmyndarans. Blómstrandi fiskveiðisamfélögum er auk þess lýst í umfangsmikilli rannsókn með áherslu á fiskveiðistjórnunarkerfið í Færeyjum.
IMAGES OF FISHERMEN: the north Atlantic, varpar ljósi á leiðandi fiskveiðiþjóðir og veitir innsýn í fiskveiðar Færeyja, Íslands, Grænlands og Hjaltlandseyja. Þetta er líklega fyrsta bókin á markaðnum sem fjallar á yfirgripsmikinn hátt um fiskveiðar og er unnin með ljósmyndablaðamennsku og fræðiritun.
Maria Olsen, atvinnuljósmyndari, leiðir lesendur bókarinnar í gegnum margvíslegar sjóferðir með myndaserium sínum. Bókin inniheldur yfir 200 magnaðar ljósmyndir sem sýna mismunandi tegundir fiskveiða, s.s. botnveiðar, uppsjávarfiskveiðar, partogara, net- og línuveiðar.
Í bókinni er einnig að finna fræðiritgerð eftir heimsþekktan fiskveiðiráðgjafa, Menakhem Ben-Yami, um fiskveiðistjórnun samtímans, með áherslu á færeyska kerfið. Í upphafi bókarinnar er yfirlit af sögu fiskveiða hinna fjögurra smáu eyjasamfélaga í norður Atlandshafinu, eftir Búa Tyril.
Bókin er fræðandi, skemmtileg og grípandi. Þótt myndirnar einar og sér séu nógu áhrifamiklar til að fanga áhuga hvers sem er, hvar sem er, þá er bókin fyrst og fremst virðingarvottur við þá sem lifa á fiskveiðum og færa heiminum sjávarfang. Hún flytur okkur alvarleg skilaboð: Bæði vísindi og almenningur hafa ítrekað haft á röngu að standa um fiskveiðar og áhrif þeirra á vistkerfi hafsins.
Maria Olsen, atvinnuljósmyndari, er búsett í Reykjanesbæ. Í bókinni fer hún m.a. í sjóferð með línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni GK frá Grindavík. Haldið var austur fyrir land. Í samtali við Víkurfréttir segir hún sjóferðina hafa verið áhugaverða. Strákarnir um borð hafi verið þægilegir viðureignar og árangur ferðarinnar hafi verið myndasería sem sýnir veiðiferð allt frá því að landfestum er sleppt og þar til aflinn er kominn í land til vinnslu hjá Þorbirni hf. í Grindavík.
Maria segir vinnuna við bókina hafa verið mjög lærdómsríka og mikið ævintýri. Hún hafi farið í sjóferðir víða um norðanvert Atlantshafið og orðið sjóveik. Hún hafi hins vegar fengið að kynnast sjómannslífinu vel. Myndirnar í bókinni eru allar teknar á stafræna Nikon myndavél og flestar með linsu sem er 12-24 millimetrar.
Bókina, IMAGES OF FISHERMEN: the north Atlantic, má kaupa í verslunum Pennans og hjá Eymundsson, m.a. í Reykjanesbæ. Bókin er á ensku og er 384 blaðsíður.
Myndir: Úr veiðiferð með Tómasi Þorvaldssyni GK frá Grindavík.
IMAGES OF FISHERMEN: the north Atlantic, varpar ljósi á leiðandi fiskveiðiþjóðir og veitir innsýn í fiskveiðar Færeyja, Íslands, Grænlands og Hjaltlandseyja. Þetta er líklega fyrsta bókin á markaðnum sem fjallar á yfirgripsmikinn hátt um fiskveiðar og er unnin með ljósmyndablaðamennsku og fræðiritun.
Maria Olsen, atvinnuljósmyndari, leiðir lesendur bókarinnar í gegnum margvíslegar sjóferðir með myndaserium sínum. Bókin inniheldur yfir 200 magnaðar ljósmyndir sem sýna mismunandi tegundir fiskveiða, s.s. botnveiðar, uppsjávarfiskveiðar, partogara, net- og línuveiðar.
Í bókinni er einnig að finna fræðiritgerð eftir heimsþekktan fiskveiðiráðgjafa, Menakhem Ben-Yami, um fiskveiðistjórnun samtímans, með áherslu á færeyska kerfið. Í upphafi bókarinnar er yfirlit af sögu fiskveiða hinna fjögurra smáu eyjasamfélaga í norður Atlandshafinu, eftir Búa Tyril.
Bókin er fræðandi, skemmtileg og grípandi. Þótt myndirnar einar og sér séu nógu áhrifamiklar til að fanga áhuga hvers sem er, hvar sem er, þá er bókin fyrst og fremst virðingarvottur við þá sem lifa á fiskveiðum og færa heiminum sjávarfang. Hún flytur okkur alvarleg skilaboð: Bæði vísindi og almenningur hafa ítrekað haft á röngu að standa um fiskveiðar og áhrif þeirra á vistkerfi hafsins.
Maria Olsen, atvinnuljósmyndari, er búsett í Reykjanesbæ. Í bókinni fer hún m.a. í sjóferð með línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni GK frá Grindavík. Haldið var austur fyrir land. Í samtali við Víkurfréttir segir hún sjóferðina hafa verið áhugaverða. Strákarnir um borð hafi verið þægilegir viðureignar og árangur ferðarinnar hafi verið myndasería sem sýnir veiðiferð allt frá því að landfestum er sleppt og þar til aflinn er kominn í land til vinnslu hjá Þorbirni hf. í Grindavík.
Maria segir vinnuna við bókina hafa verið mjög lærdómsríka og mikið ævintýri. Hún hafi farið í sjóferðir víða um norðanvert Atlantshafið og orðið sjóveik. Hún hafi hins vegar fengið að kynnast sjómannslífinu vel. Myndirnar í bókinni eru allar teknar á stafræna Nikon myndavél og flestar með linsu sem er 12-24 millimetrar.
Bókina, IMAGES OF FISHERMEN: the north Atlantic, má kaupa í verslunum Pennans og hjá Eymundsson, m.a. í Reykjanesbæ. Bókin er á ensku og er 384 blaðsíður.
Myndir: Úr veiðiferð með Tómasi Þorvaldssyni GK frá Grindavík.