Ljósmyndir og myndbönd frá veðurham við Leifsstöð
Ljósmyndari og myndatökumaður Víkurfrétta fylgdist með aðgerðum við Leifsstöð í gærkvöldi þegar um 450 farþegum Icelandair var bjargað frá borði þriggja flugvéla á flughlaði eftir að hafa hafst þar við í um fimm klukkustundir vegna óveðurs, en ekki var hægt að tengja landganga við flugvélarnar vegna veðurs. Við bendum á myndbönd í vefsjónvarpi og ljósmyndasafn frá atburðum gærkvöldsins.