Ljósmyndasýning Víkurfrétta opnar í dag
Ljósmyndasýning Víkurfrétta opnar í dag í gamla „HF“ að Hafnargötu 2. Á sýningunni verða um 50 ljósmyndir og verður auk þess varpað ljósmyndum á vegg í golfherminum. Ljósmyndasafn Víkurfrétta spannar aftur um 20 ár og er gríðarlegur fjöldi ljósmynda í safninu. Sýningin verður opin alla Ljósanæturdagana. Á myndinni má sjá þá Pál Ketilsson og Hilmar Braga Bárðarson með eina myndina sem verður á sýningunni.