Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:18

LJÓSMYNDARAR VF GERÐU USLA Á ÆFINGU

„Stríðsleikjagarður“ í Helguvíkurhöfn á heræfingunni Norður Víkingi 1999 Blaðamenn og ljósmyndarar Víkurfrétta gerðu heldur betur usla á heræfingu varnarliðsins sl. mánudag. Þeir Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson voru eins og svo margir aðrir fastir í umferðartöfum í Aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Tafirnar voru vegna aukins eftirlits í og með bifreiðum sem fóru um hliðið. Hermenn sem stóðu varðstöðu við hliðið urðu æfir þegar ljósmyndarar blaðsins tóku af þeim myndir. Klöguðu þeir okkar menn strax til lögreglunnar. Hermennirnir fóru fram á að fá filmuna úr myndavélinni afhenta og að kröfu lögreglunnar var filman afhent. Einnig óskaði hermaðurinn eftir öllum upplýsingum um ljósmyndarana. Það var ekki fyrr en upplýsingafulltrúi varnarliðsins gerði sínum mönnum ljóst að rétturinn væri allur hjá ljósmyndurum Víkurfrétta og þeir hefðu fulla heimild til ljósmyndatöku að filmunni var komið aftur til starfsmanna Víkurfrétta. Meðfylgjandi mynd er af filmunni sem var gerð upptæk og sýnir eftirlit í Aðalhliði Keflavíkurflugvallar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024