Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósmynd af kennsluvél Keilis á virtri flugvélasíðu
Fimmtudagur 6. nóvember 2014 kl. 09:38

Ljósmynd af kennsluvél Keilis á virtri flugvélasíðu

Ljósmynd Baldurs Sveinssonar af TF-KFE kennsluvél Flugakademíu Keilis yfir Holuhrauni hefur verið birt á forsíðu Airliners.net sem er einn vinsælasti flugvélavefur í heimi. Hægt er að kjósa um bestu mynd síðasta sólarhrings á vefsíðunni www.airliners.net. Einnig er hægt að líka við myndina á facebooksíðu þeirra en hún hefur yfir 556.000 fylgjendur.

Þess má geta að framleiðandi Diamond flugvélanna hefur einnig valið mynd af kennsluvél Keilis yfir Holuhrauni í kynningarefni og dagatal fyrirtækisins fyrir árið 2015. Diamond DA42 flugvélin er eina kennsluvélin í þessum flokki á Íslandi sem hefur vottun til flugs í ísingarskilyrðum, sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður. Flugmælitækin eru afar fullkomin og eru með fjölmörgum öryggisatriðum eins og stafrænni sjálfstýringu líkt og nútíma farþegaflugvélar. Flugþol flugvélarinnar er allt að 13 klukkustundir og hefur hún til að mynda verið notuð til æfingaflugs til Færeyja.

Í heildina stunda hátt í hundrað einstaklingar flugnám í Flugakademíu Keilis og hefur verið gífurleg aukning í námið undanfarið. Næst verður tekið við nemendum í flugnám í janúar 2015 og er hægt að nálgast allar upplýsingar um námið á www.flugakademia.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024