Ljósmæðravakt HSS alltaf opin
Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er nú opin allan sólarhringinn alla daga vikunnar.
Eins og áður hefur komið fram hefur ljósmæðravaktin haft lokað fyrir fæðingar um helgar frá því í haust vegna skorts á ljósmæðrum.
Nú geta heilbrigðar konur sem ekki eru í áhættumeðgöngu fætt börn sín í heimabyggð alla vikuna, segir á fésbók Ljósmæðravaktar HSS.