Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Voga
Vatnsleysuströnd.
Mánudagur 23. október 2017 kl. 12:00

Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Voga

Sveitarfélagið Vogar gerði samstarfssaming fyrr á þessu ári við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu „loftljóss“, þ.e. háhraða, þráðlausrar tengingar sem öll heimili og fyrirtæki í dreifbýlinu, á Vatnsleysuströnd og í Hvassahrauni, eiga möguleika á að tengja við.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir í pistli sínum á heimasíðu Voga að þetta hafi verið mikið framfæraskref. „Margir hafa nýtt sér þennan möguleika. Nú er hins vegar ráðgert að sækja um framlag úr Fjarskiptasjóði í tengslum við verkefnið „Ísland ljóstengt“ og freista þess að stíga skrefið til fulls, þ.e. að ljósleiðaravæða allt dreifbýli sveitarfélagsins.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Umsóknarferlið stendur nú yfir og er unnið að gerð umsóknar sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlunarvinnunni fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir mótframlagi vegna þessara framkvæmda, en málin skýrast hins vegar ekki að fullu fyrr en umsóknin hefur verið afgreidd og hversu hárri fjárhæð verður úthlutað.