Ljóshús komið á gamla vitann á Garðskaga
Ljóshús er aftur komið í gamla vitann á Garðskaga en ljóshúsið var tekið úr vitanum árið 1948. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var notuð til að setja ljóshúsið í vitann sl. föstudag. Gæslumenn nutu aðstoðar frá Björgunarsveitinni Ægi og starfsmönnum Sveitarfélagsins Garðs við verkið.
Nánar verður greint frá framkvæmdinni í Sjónvarpi Víkurfrétta næsta fimmtudag og sýndar magnaðar myndir frá verkefninu. Myndirnar með þessari frétt eru frá Landhelgisgæslunni vor voru teknar úr þyrlunni TF-LÍF og flugvélinni TF-SIF.
Ljósmyndir: Landhelgisgæslan