Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósbogaofn United Silicon í gang eftir helgi
Föstudagur 21. júlí 2017 kl. 10:13

Ljósbogaofn United Silicon í gang eftir helgi

- Næstu mælingar fara fram í ágúst

Viðgerð stendur enn yfir í verksmiðju United Silicon eftir stoppið sem varð aðfaranótt mánudags þegar bráðinn málmur lenti á gólfi verksmiðjunnar, með þeim afleiðingum að talsverður reykur gaus upp í verksmiðjubyggingunni. Að sögn Kristleifs Andréssonar hjá United Silicon er verið að laga og betrumbæta gólfið og töppunardælu. Einnig er unnið að því gera vinnuaðstöðuna öruggari fyrir starfsmenn. Áætlað er að setja ljósbogaofnin í gang aftur eftir helgi.

 Það komu nokkrar ábendingar um lykt til Umhverfisstofnunar eftir að slökkt var á ljósbogaofninum. „Einnig erum að fá símtöl vegna óánægju fólks um að við gerum ekkert til að stöðva verksmiðjuna. Við erum bundin lögum og reglugerðum og getum stöðvað verksmiðjuna. Hins vegar eru forsendur til þess ekki nægilegar að mati stofnunarinnar. Eftirlit með kísilveri United Silicon er það umfangsmesta sem stofnunin hefur haft umsjón með. Enn stendur yfir takmörkun á starfsemi sem einskorðast við einn ofn auk þess sem okkar úttektaraðilar eru enn að vinna í málum fyrirtækisins.," segir Einar Halldórsson hjá Umhverfisstofnun. Næstu mælingar Umhverfisstofnunar fara fram í ágúst að sögn Einars
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024