Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósasýning í Garðskagavita í kvöld
Laugardagur 26. mars 2005 kl. 15:46

Ljósasýning í Garðskagavita í kvöld

Á vegum Íslenska vitafélgasins mun Arna Valsdóttir myndlistamaður hefja langtíma verkefni þar sem hún mun varpa ljósi á innra rými íslenskra vita.
Í fyrstu lotu mun hún setja upp verk sitt ,,Ég er ögn í Lífrænni Kviksjá” í Garðskagavita en þar vinnur hún með snertifleti ljóss og skugga, hljóðs og þagnar, hreyfingar og kyrrstöðu.
Arna bendir á að vitinn sé liður í þróun margmiðlunarbúnaðar mannsins sem byggir jú á því að nýta tækni hvers tíma til að auðvelda samskipti manna á milli.
Sýningin var í Garðskagavita sl. laugardag og sunnudag  en vegna fjölda áskorana verður hún endurtekin í kvöld, laugadagskvöldið 26. mars frá kl. 21:00 til 22:30. Sýningin var einnig í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024